Vilja gefa skóladótinu framhaldslíf

Foreldraráð Hafnarfjarðar stendur fyrir söfnun á skólavörum í FIrði

Gefðu skóladótinu framhaldslíf er yfirskrift söfnunar sem Foreldraráð Hafnarfjarðar stendur fyrir. Hvetur félagið þá sem vilja gefa og endurnýta skólavörur og/eða velja sér notað, að koma á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði þar sem skólavörunum verður safnað saman.

Liggja verðmæti á lausu sem ég og þú getum notað áfram

Leynist skólataska sem dreymir um að komast til nýrra eiganda? Er talnagrindin verkefnalaus? Liggja ónotaðar möppur í hillunni eða pennaveski sem enginn er að nota?

Nytjamarkaðurinn er öllum ókeypis og er opinn á opnunartíma Fjarðar 13.-26. ágúst.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here