fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálVaxtarhugarfar snýst um hugarfar til eigin getu og hæfileika - einstaklingsmiðuð nálgun...

Vaxtarhugarfar snýst um hugarfar til eigin getu og hæfileika – einstaklingsmiðuð nálgun í hafnfirsku skólastarfi

Hafnarfjarðarbær mun hefja sérstakt þróunarverkefni um innleiðingu á hugmyndafræði um vaxtarhugarfar í leik- og grunnskólum bæjarins frá og með komandi hausti. Er þetta fimm ára fræðslu- og rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi við dr. Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði. Verkefnastjóri verkefnisins er doktorsnemi í sálfræði, Bergsveinn Ólafsson.

Vaxtarhugarfar eykur líkur á árangri og betri líðan

Hugmyndafræðin byggir á því að viðhorf sem miðar að því að með því að leggja sig fram geti náðst betri árangur og því er jákvætt viðhorf til eigin getu forsenda þess að taka framförum. Þetta viðhorf felur í sér vaxtarhugarfar og með því að tileinka sér eða rækta slíkt hugarfar aukast líkur á meiri árangri og betri líðan í skóla og í lífinu yfirleitt. Andstæða vaxtarhugarfars er fastmótað hugarfar eða viðhorf sem felur í sér að hafa ekki trú á eigin getu eða möguleika á árangri og því sé ekki ástæða til að leggja sig fram við það. Í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar fá nemendur fræðslu um vaxtarhugarfar frá og með haustinu 2021 og mælingar fara fram fyrir og eftir fræðslu til að meta árangurinn.

Einstaklingsmiðuð nálgun og markmiðasetning

Hugmyndafræði um vaxtarhugarfar hefur náð eyrum skóla- og menntasamfélaga víða. Skólastarf er í sífelldri þróun og leiðir til náms í stöðugri mótun og ræður viðhorf til menntunar miklu til um hvernig úr spilast. Verkefninu er ætlað að þróa og stuðla að hugarfari sem leggur áherslu á að hver nemandi hefur möguleika á að ná markmiðum sínum og bæta getu og frammistöðu með því að leggja sig fram og gefast ekki upp á leiðinni. Verkefnið nær jafnt til nemenda og kennara í að skapa menningu sem byggir á þessu viðhorfi til náms.

Tilkynning

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2