fbpx
Fimmtudagur, apríl 18, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSérsveitin með viðbúnað á Cuxhavengötu - uppfært

Sérsveitin með viðbúnað á Cuxhavengötu – uppfært

Maður fluttur í burtu í járnum

Mikill viðbúnaður var við Cuxhavengötu 1 á öðrum tímanum í dag og mátti sjá slökkviliðsbíl, lögreglubíla og nokkra sérsveitarbíla fyrir utan.

Cuxhavengata 1

Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður en eftir því sem Fjarðarfréttir herma tilkynnti leigjandi í húsinu um leka í húsnæði sínu og kom slökkvilið á staðinn. Í framhaldi af því var sérsveitin kölluð til og leigjandinn í framhaldi af því fluttur í burtu í járnum. Vitað er hver maðurinn er en nafn hans verður ekki gefið upp hér að svo stöddu en uppákoman kemur mörgum mjög á óvart.

Sérsveitin koma á a.m.k. þremur sérbúnum bílum

Gatan var lokuð af en eftir að slökkvilið hélt á brott var hún opnuð aftur en síðar var starfsfólki í húsinu vísað út og einn hafði fengið upplýst að sprengihætta gæti verið í norðurhluta fjórðu hæðar.

Greinilegt er að sérsveitin hefur farið inn með fullan styrk

Planið framan við húsið var síðan girt af og götunni aftur lokað.

Að sögn starfsmanna í húsinu fór rafmagn af um tíma en engar skýringar hafa fengist.

Uppfært kl. 17:27

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar segir í samtali við Fjarðarfréttir að leigjandinn hafi, þegar hann hringdi inn og óskaði eftir aðstoð vegna vatnsleka á milli hæða, haft í hótunum um að nota skotvopn ef ekki yrði brugðist við. Sagði hann einhvern pirring hafa komið upp á milli starfsmanns Neyðarlínunnar og mannsins sem hafi endað með þessum hótunum. Sagði hann manninn hins vegar ekki hafa haft í neinum hótunum við fólk á staðnum.

Slökkvilið fór á staðinn en lekinn mun ekki hafa verið mikinn og fór slökkvilið fljótt af vettvangi. Telur Sævar að undir þessum kringumstæðum hefði ekki átt að senda slökkvilið á staðinn undir þessum hótunum.

Maðurinn er í haldi en Sævar taldi líklegt að honum yrði sleppt að loknum yfirheyrslum síðar í dag.

Aðgerðum lögreglu og sprengjusveitar lauk á fimmta tímanum en tilkynning barst Neyðarlínum um kl. 13.

Cuxhavengötu var lokað í tvígang
Sprengihætta var sögð á fjórðu hæðinni
Sérsveitarmenn gættu aðalinngangs hússins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2