fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimFréttirRannsóknarskip bandaríska flotans í Hafnarfjarðarhöfn

Rannsóknarskip bandaríska flotans í Hafnarfjarðarhöfn

Rannsóknarskip bandaríska flotans, Marie Tharp og Pathfinder liggja nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.

Eru skipin rekin af Military Sealift Command sem heyrir undir bandaríska flotann. Þetta eru sjómælingaskip og hafa að minnsta kosti sjö slík skip verið byggð.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað þau eru að rannsaka en þau hafa haldið sig suður af Grænlandi að sögn Lúðvíks Geirssonar, hafnarstjóra.

Marie Tharp hét áður Maury eftir herforingja og sendiherranum Matthew Fontaine Maure sem nefndur hefur verið faðir nútíma haffræði. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2023 var nafni skipsins breytt til heiðurs haffræðingnum Marie Tharp sem er þekktust fyrir sín störf við að gera fyrsta vísindakortið af botni Atlantshafsins.

Pathfinder

Pathfinder er aðal sjómælingaskip bandaríska sjóhersins. Hlutverk skipsins er að safna hljóðfræðilegum, líffræðilegum, eðlisfræðilegum og jarðeðlisfræðilegum upplýsingum úr heimshöfunum. Sagt er að megináherslan sé að skrásetja upplýsingar um hafið en einnig að bæta getu bandaríska sjóhersins við neðansjávarhernað.

Stórar áhafnir eru í skipunum og er Hafnarfjarðarhöfn nýtt til að skipta um áhöfn og til að taka vistir.

Þetta eru ekki einu skipin á vegum bandaríska hersins því minnast má þegar skip bandaríska flotans, Virgina Ann, truflaði og í raun eyðilagði hluta af siglingakeppninni á sjómannadaginn þegar skipið lagðist að bryggju, þvert á siglingaleið bátanna, aðeins til að skutla þremur skipverjum í land.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2