Ráðuneyti óskar eftir forsendum gjaldskrár Vatnsveitu Hafnarfjarðarkaupstaðar

1,5 milljarðs kr. hagnaður Vatnsveitu Hafnarfjarðar síðustu 10 ár

Kaldárbotnar, uppspretta Vatnsveitu Hafnarfjarðar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi þann 13. nóvember sl. öllum sveitarfélögum erindi þar sem óskað er eftir að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaganna verði yfirfarnar í kjölfar úrskurðar um óheimila arðgreiðslu og skilgreiningu á fjármagnskostnaði. Er jafnframt kallað eftir því að ráðuneytið verði upplýst með stuttri samantekt um þau atriði og gögn sem gjaldskrár vatnsveitu sveitarfélagsins er varða vatnsgjald, skv. 10 gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, eru byggðar ár.

Er í bréfinu ítrekað að sveitarfélögum sé ekki heimilt að taka arð af starfsemi vatnsveitu eins og kom fram í úrskurði ráðuneytisins frá 15. mars 2019.

Hefur ráðuneytið jafnframt sent út ítarlegt minnisblað fyrir Vatnsveiturnar til að fara eftir.

Skrípaleikur um fasteignaskattana

Í Hafnarfirði hefur undanfarið verið stundaður skrípaleikur til að slá ryki í augum bæjarbúa með því að blanda saman sköttum og þjónustugjöldum. Kynnti Rósa Guðbjartsdóttir á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að „heildarálagnin fasteignagjalda muni lækka“ og blandar hún þá saman fasteignaskatti og gjöldum fyrir kalt vatn og fráveitu.

Þetta var áður gert þegar álagningarprósenta fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði var hækkað en þá var vatns- og fráveitugjöld lækkuð sem þáverandi bæjarstjóri hafði sagt að væru oftekin, sem hlýtur að skilgreinast sem lögbrot.

Nú hefur álagningarstofn fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði hækkað um 7,6% og engin áform eru um að lækka álagningarprósentuna sem er sú hæsta á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskildu.

Sagði bæjarstjóri að komið væri á móts við íbúðareigendur með því að lækka álagningarhlutfall vatns- og holræsagjald en samt er áætlað að rekstur Vatnsveitu skili 37,2% hagnaði af tekjum og Fráveitan skili 45,6% hagnaði af tekjum.

 

1.500 milljóna kr. hagnaður á Vatnsveitu á síðustu 10 árum

Á undanförnum árum hefur verið hlutfallslega mikill hagnaður af rekstri Vatnsveitu Hafnarfjarðar og eigið fé aukist hratt.

Rekstrartekjur, rekstrargjöld og hagnaður Vatnsveitu Hafnarfjarðar 2007-2019. *2019 áætlun.

Frá 2007 hefur meðahagnaður Vatnsveitunnar verið 37,3% og heildarhagnaðurinn 2007-2018 kr. 1.852.946.000 eða rúmur 1,5 milljarður króna.

 

Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fluttu „vatnsverk“ við vígslu á vatnsdælustöð í Áslandi 1 árið 2002.

Mesti hagnaðurinn var 2007, 50,5% og 2015 þegar hann var 48,9% af tekjum.

Var eigið fé Vatnsveitu Hafnarfjarðar í árslok 2018 tæpir 2,4 milljarðar kr. en bókfært verð hennar er skv. ársreikningi Hafnarfjarðarkaupstaðar 250 þúsund kr. Hafði eigið fé hækkað á fimm árum um 865 milljónir kr. – um 57%.

Ekki er eins auðvelt að sjá fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum Vatnsveitunnar en t.d. á síðasta ári er bókfærð fjárfesting í heimæðum ofl. 37,4 millj. kr. en ekki kemur fram hvort það sé að frádregnum heimæðagjöldum.

Uppfært 21.11.2019 kl. 09:40:

Skv. upplýsingum Rósu Steingrímsdóttur, fjármálastjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur sveitarfélagið ekki tekið arð af starfsemi vatnsveitu en miklar fjárfestingar vatnsveitu á komandi árum verði fjármagnaðar með eigin fé.

Nýr vatnsmiðlunartankur við Ásland 3 var tekinn í notkun 2009

Árin 2013-2018 hafa skv. ársreikningum verið bókfærðar fjárfestingar fyrir 202,7 milljónir kr. eða tæp 11,8% af hagnaði þessara ára.

Fráveita Hafnarfjarðar

Hagnaður Fráveitu Hafnarfjarðar hefur líka verið mikill og meðalhagnaður hefur verið 39,1% síðustu sex ár og heildarhagnaður rúmur 1,7 milljarður króna. Er skv. fjárhagsáætlun fyrir 2019 gert ráð fyrir methagnaði, 357 milljónum kr. eða 42,1% af tekjum.

Árið 2013 var eigið fé Fráveitu Hafnarfjarðar neikvætt um 699,1 millj. kr. en í árslok 2018 var það komið í 720,5 millj. kr. og hafði hækkað 1,4 milljarð kr. á þessum 5 árum.

Tekjur, útgjöld og hagnaður Fráveitu Hafnarfjarðar 2013-2019. *2019 áætlun.

Fjárfestingar áranna 2013-2018 eru skv. ársreikningi Hafnarfjarðarkaupstaðar 103,4 milljónir kr. – 6% af heildarhagnaði þessara ára.

 

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here