fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirPólitíkStefán Már sækist eftir 3. sætinu

Stefán Már sækist eftir 3. sætinu

Prófkjör Samfylkingarinnar í Hafnarfirði verður 12. febrúar

Stefán Már Gunnlaugsson, prestur, og varabæjarfulltrúi,  hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

Í tilkynningu á Facebooksíðu sinni segir Stefán Már: „Mér er umhugað um Hafnarfjörð og að hér byggist upp öflugt samfélag og atvinnulíf. Að hlúð sé að barnafjölskyldum og eldri borgurum og jafna kjör fólks. Stöðnun og doði hefur hefur ríkt við stjórn bæjarins undir forystu Sjálfstæðisflokksins síðustu ár og glundroði einkennt meirihlutasamstarfið með Framsóknarflokknum. Það hefur meðal annars birst í íbúafækkun á meðan nágrannasveitarfélögin búa við mikla fjölgun. Við verðum að hefja sókn í bænum. Sagan staðfestir að undir forystu jafnaðarmanna voru stærstu framfaraskrefin stigin. Því þarf Samfylkingin að stefna á sigur með fólkinu í bænum í bæjarstjórnarkosningum í vor.

Ég er reiðubúinn að leggja mitt að mörkum og gef því kost á mér í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fram fer 12. febrúar.“

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2