Árni Páll Árnason efstur hjá Samfylkingunni og Margrét Gauja Magnúsdóttir í öðru sæti

Kosið eftir parafyrirkomulagi og tryggt að í efstu sætum yrði einstaklingur 35 ára eða yngri

Árni Páll Árnason og Margrét Gauja Magnúsdóttir

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi lauk í dag.

Sex einstaklingar buðu sig fram í fyrstu þrjú sæti listans. Kosning er bindandi í fjögur efstu sæti og raðað samkvæmt paralista. Þá var tryggt að í einu af efstu þremur sætunum, yrði einstaklingur 35 ára eða yngri.

Eftirtaldir gáfu kost á sér:

Árni Páll Árnason í 1. sæti
Guðmundur Ari Sigurjónsson í 3. sæti
Margrét Gauja Magnúsdóttir í 2. sæti
Margrét Tryggvadóttir í 1.-2. sæti
Sema Erla Serdar í 2. sæti
Símon Birgisson í 2.-3. sæti

Svo fór að Árni Páll Árnason varð í 1. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir varð í 2. sæti, Selm Erla Serdar varð í 3. sæti og Guðmundur Ari Sigurjónsson varð í 4. sæti.

Ummæli

Ummæli