fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirNýr 24-30 þúsund fermetra Tækniskóli verði byggður í Hafnarfirði

Nýr 24-30 þúsund fermetra Tækniskóli verði byggður í Hafnarfirði

Lagt er til að Flensborgarskóli og Tækniskólinn verði sameinaðir

Verkefnastjórn sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í september 2022 um framtíðarhúsnæði Tækniskólans hefur nú skilað áliti sínu.

Tillögur verkefnastjórnarinnar er að gera ráð fyrir að byggður verði 24.000-30.000 m2 skóli fyrir 2.400-3.000 ársnemendur i Hafnarfirði á lóð sem Hafnarfjarðarbær afhendir til skólans. Stofnkostnaður nýbyggingarinnar er áætlaður allt að 27,0 ma.kr. með vsk. á verðlagi í janúar 2023.

Fjármögnun byggingar muni samanstanda af 80% láni og 20% eiginfjárframlagi sem kemur annars vegar frá Hafnarfjarðarbæ sem nú er áætlað 4,1 ma.kr. Hins vegar leggi eigendur fram 1- 1,5 ma.kr. í eigið fé.

Tillögur um að Tækniskólinn og Flensborg sameinist

Fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis kynnti hugmynd að sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans en það er gert í ljósi að aukin aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Yrði byggð ný 30.00 m2 bygging fyrir sameinaðan skóla sem yrði með um 3.000 ársnemendur.

Lagt er til að mennta- og barnamálaráðherra lskipi sérstakan stýrihóp til að kanna fýsileika þess að sameina Tækniskólann og Flensborgarskólann og rýna enn frekar frummat verekefnastjórna um möguleik á sameiningu skólanna. Er horft til sameiningarinnar með tilliti til áætlana um þróun nemendafjölda í bók- og starfsnámi á næstu árum.

Þau sátu í verkefnastjórninni

  • Ágúst Bjarni Garðarsson, án tilnefningar, formaður
  • Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, án tilnefningar, MRN
  • Egill Jónsson, tilnefndur af Tækniskólanum
  • Jón B. Stefánsson, tilnefndur af Tækniskólanum
  • Henný Gunnarsdóttir Hinz, tilnefnd af forsætisráðuneyti
  • Guðmundur Axel Hansen, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Rósa Guðbjartsdóttir, tilnefnd af Hafnarfjarðarbæ
  • Gylfi Arnbjörnsson, án tilnefningar, MRN

Fundaði verkefnastjórnin sex sinnum og notaði í vinnu sína skýrslu EFLU og KPMG, „Tækniskólinn í nýju húsnæði í Hafnarfirði“ ásmat rýni Jóns Viðars Guðjónssonar byggingartæknifræðings sem starfaði fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið.

Verkefnastjórnin skipti sér í tvo hópa, hóp sem skoðaði fjármögnun verkefnisins og eignarhald og hins vegar hóp sem skoðaði kostnaðaráætlanir, stærð og skipulag byggingarinnar. Lögðu hóparnir svo sameiginlega niðurstöðu fyrir verkefnastjórnina.

Byggingin á vegum nýs félags Tækniskólans sem fjármagni verkefnið

Gert er ráð fyrir að Tækniskólinn stofni nýtt félag sem  standi að byggingu nýs skóla. Félagið, sem rekið verði án hagnaðarsjónarmiða og uppfylli skilyrði sem félag til almannaheilla skv. skattalögum, fjármagni verkefnið með lánum og eigin fé sem komi frá Hafnarfjarðarbæ og eigendum Tækniskólans.

Eignarhald byggingarinnar rennur til ríkis og Hafnarfjarðar þegar fjármögnun er að fullu greidd.

Félagið sem stendur að byggingunni, fellur ekki undir lög um framhaldsskóla um fjármögnun byggingarinnar af hálfu ríkis og sveitarfélags.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2