Níu deildu með sér 2 milljónum úr húsverndarsjóði

568
Kirkjuvegur 3

Menningar- og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum í gær að veita samtals 2 milljónum kr. í styrki til viðhalds og endurbóta eldri húsa, Eftirtaldir fengu styrki:

  • Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, Kirkjuvegur 3, 350.000 kr.
  • Anna Jónsdóttir, Merkurgata 9B, 250.000 kr.
  • Auðun Helgason, Lækjargata 3, 250.000 kr.
  • Sigurjón Elíasson, Lækjargata 8, 250.000 kr.
  • Davíð Arnar Stefánsson, Suðurgata 38, 200.000 kr.
  • Davíð Snær Sveinsson, Suðurgata 35B, 200.000 kr.
  • Hilmar Þór Jóhannsson, Hverfisgata 63, 200.000 kr.
  • Svanhvít Gunnarsdóttir, Kirkjuvegur 5, 200.000 kr.
  • Ófeigur Hreinsson, Suðurgata 25, 100.000 kr.

Samtals 2.000.000 kr.

Kirkjuvegur 5

Ekki kemur fram í fundargerð í hvað styrkirnir eru ætlaðir.

Hafnarfjarðarbær auglýsti í janúar eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins væri að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa í Hafnarfirði og veitir styrki til viðhalds og endurbóta.

Hverfisgata 63

Erfitt er að finna upplýsingar á vef bæjarins um tilvist húsverndarsjóðs eða nánari úthlutunarreglur úr þeim sjóði. Hann finnst ekki með því að nota leitartólið á vefnum en þegar skoðaðar eru samþykktir bæjarins má finna „Samþykkt um styrki til húsverndar í Hafnarfirði“ þó skjalið heiti samt „Reglugerd-husverndarsjods-Hafnarfjardar.pdf“

Lækjargata 3

Eru reglurnar samþykktar af menningar- og ferðamálanefnd en ekki staðfestar af bæjarstjórn. Hvergi er að finna samþykktir um húsverndarsjóð Hafnarfjarðar né er að finna í fjárhagsáætlun fyrir 2023 framlag til styrkjanna eins og segir í Samþykkt um styrki til húsverndar.

 

 

Ummæli

Ummæli