fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimFréttirMögnuð sýning 10. bekkinga í Setbergsskóla - Myndaveisla

Mögnuð sýning 10. bekkinga í Setbergsskóla – Myndaveisla

Fleiri sýningar um helgina í Setbergsskóla á Matthildi sem enginn ætti að missa af.

Nemendur 10. bekkjar Setbergsskóla frumsýndu i dag söngleikinn Matthildi fyrir fullu húsi á sal skólans.

Það leyndi sér ekki að mikill metnaður væri lagður í sýninguna og sviðsmyndin glæsileg og mikið í hana lagt. Búningar voru glæsilegir og það sem stóð upp úr var glæsilegur flutningur leikaranna.

Söngleikurinn mikið verk og er skemmtileg blanda af dramatískri sögu og gríni og greinilegt var að leikararnir höfðu lagt mikið á sig við æfingar enda textinn og söngur oft mjög langur.

Álfhildur Edda Þorsteinsdóttir sem Matthildur Ormars

Án þess að gera lítið úr öðrum leikurum þá bar af leikur Álfhildar Eddu Þorsteinsdóttur, sem lék Matthildi Ormar, sem var í stóru hlutverki sem hún leysti einstaklega vel af hendi og söng svo gullfallega. Rán Þórarinsdóttur í gervi Karítasar Mínherfu skólastjóra sýndi einnig glæsileg tilþrif sem hin ógurlegi skólastjóri sem allir voru hræddir við svo mikil andstæða Fríðu hugljúfu, kennaranum sem Hulda Dís Björgvinsdóttir lék svo vel. Miklu fleiri mætti telja upp en söngur, dans og leikur var til fyrirmyndar og getur leikhópurinn og aðstandendur verið mjög stoltur af afrakstrinum.

Rán Þórarinsdóttir sem Karítas Mínherfa skólastjóri

Allir nemendur árgangsins taka á einhvern hátt þátt í sýningunni því þetta er hluti af sviðslistum í skólanum. Nemendur áttu þess kost að leika, syngja, dansa, sjá um sviðsmynd, hljóð, ljós, búninga og markaðssetningu svo það helsta sé nefnt. Mjög margir tóku að sér fleiri en eitt verkefni í þessari sýningu.

Hulda Dís Björgvinsdóttir í hlutverki Fríðu Hugljúfu, kennara.

Um söngleikinn

Söngleikurinn Matthildur byggir á sögu Roalds Dahl og fjallar um Matthildi, mjög gáfaða stelpu sem hefur mikið ímyndunarafl og elskar að lesa bækur. Aftur á móti eru foreldrar hennar mjög ólíkir henni. Þau eru  fáfróð og óhefluð í orði og framkomu.

Skólastjórinn í skóla Matthildar er algjör martröð, sem vill halda uppi heraga með kúgun og pyntingum.

Matthildur er hæfileikarík og hugrökk og notar hin ýmsu brögð til að sigra ranglætið bæði heima og í skólanum.

Leikstjórar eru Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir og María Gunnarsdóttir og var söngleikurinn frumsýndur í dag föstudag í Setbergsskóla.

Aðeins eru sex sýningar og aðeins þessi eina sýningarhelgi.

Sjá má nánar um sýninguna hér.

Miðasaa er á midix.is.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2