fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimLjósmyndirTöfrabrögð með töfrateningum á alþjóðlegu móti í Hafnarfirði - MYNDIR

Töfrabrögð með töfrateningum á alþjóðlegu móti í Hafnarfirði – MYNDIR

Átta Íslandsmet sett á alþjóðlegri keppni í Rubiks töfrateningnum í Flensborgarskóla

Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugs síðustu aldar. Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á öllum aldri að spreyta sig á upphaflega teningnum, Rubiks Cube 3×3 og ótrúlegri flóru annara sambærilegra teninga af öllum stærðum og gerðum.

Um síðustu helgi var haldin alþjóðleg keppni í töfrateningnum í Flens­borgar­skólanum sem bar það sérstæða heiti „Lights of Reykjavík 2019“. Þrjátíu keppendur frá 7 löndum spreyttu sig í 14 mismunandi greinum en teningarnir voru með allt að 7 kubbum á kant, pýramídalagaðir og flóknir euk þess keppt var blindandi og með fótum.

Mótið var undir verndarvæng alþjóð­lega töfrateningssambandsins, World Cube Association.

Átta Íslandsmet

Hafnfirðingurinn Óskar Pétursson (15) setti þrjú Íslandsmet en hann hefur verið iðinn við æfa sig og keppa síðustu tvö ár og árangurinn ekki látið á sér standa.
Það tók hann að meðaltali í þremur umferðum aðeins 10,63 sekúndur að leysa hefðbundinn 3×3 kubb og setti hann þar Íslandsmet en sjálfur á hann Íslandsmet í besta einstaka tímanum, 9,53 sekúndur.

Óskar Pétursson, hlaðinn verðlaunaskjölum.

Hann setti einnig Íslandsmet í 4×4 kubbi á 42,44 sekúndur auk þess sem hann var aðeins 1,22.30 mínútur að leysa 5×5 kubb og sett þar líka Íslandsmet.

Jafnaldri hans frá Vestmannaeyjum, Rúnar Gauti Gunnarsson setti einnig þrjú Íslandsmet; í 7×7 kubbi á 4,45.66 mín. að meðaltali, í 6×6 kubbi á 3,02.03 mín. að meðaltali og 2,42.55 mín. best.

Þá setti Stefán Jónsson tvö Íslands­met í megamix, sem er tólf hliða kubbur og tók það hann 1,31.58 mín. að meðaltali og 1,22.48 mín best.

Hér má sjá úrslit efstu manna en Clément Cherblanc frá Frakklandi tók ekki við verðlaunum en hann var einn af stjórnendum mótsins.

GreinNr.NafnLandMeðaltalBest
3x3x31Nathaniel BergSvíþjóð9.198.50
3x3x32Clément CherblancFrakkland10.599.21
3x3x33Oskar PeturssonÍslandNR 10.639.70
3x3x34Niko RonkainenFinnland11.189.39
2x2x21Oskar PeturssonÍsland2.561.81
2x2x22Niko RonkainenFinnland3.332.08
2x2x23Stefán JónssonÍsland4.143.35
4x4x41Nathaniel BergSvíþjóð36.7435.53
4x4x42Clément CherblancFrakkland41.8735.43
4x4x43Oskar PeturssonÍslandNR 42.4439.6
4x4x44Sébastien AurouxÞýskaland43.5939.83
5x5x51Clément CherblancFrakkland1:08.721:00.87
5x5x52Nathaniel BergSvíþjóð1:15.801:13.54
5x5x53Niko RonkainenFinnland1:25.921:19.90
5x5x54Oskar PeturssonÍsland1:29.18NR 1:22.30
6x6x61Clément CherblancFrakkland2:09.182:00.44
6x6x62Nathaniel BergSvíþjóð2:29.042:20.36
6x6x63Niko RonkainenFinnland2:33.592:25.05
6x6x64Sébastien AurouxÞýskaland2:53.972:45.38
6x6x65Rúnar Gauti GunnarssonÍslandNR 3:02.03NR 2:42.55
7x7x71Clément CherblancFrakkland3:06.483:04.52
7x7x72Nathaniel BergSvíþjóð3:40.163:30.09
7x7x73Niko RonkainenFinnland4:01.163:55.85
7x7x75Rúnar Gauti GunnarssonÍslandNR 4:45.664:44.12
3x3x3 blind1Hari AnirudhIndland28.80
3x3x3 blind2Sébastien AurouxÞýskaland2:33.932:15.53
3x3x3 blind3Hjalti KolbeinssonÍsland7:11.46
3x3x3 ein hönd1Clément CherblancFrakkland17.7515.56
3x3x3 ein hönd2Nathaniel BergSvíþjóð19.0516.65
3x3x3 ein hönd3Niko RonkainenFinnland20.4718.30
3x3x3 ein hönd4Oskar PeturssonÍsland22.2916.92
3x3x3 fætur1Niko RonkainenFinnland1:37.101:09.80
3x3x3 fætur2Sébastien AurouxÞýskaland1:52.061:18.13
3x3x3 fætur3Clément CherblancFrakklandDNF1:20.20
Megaminx1Clément CherblancFrakkland1:00.9758.03
Megaminx2Hari AnirudhIndland1:25.281:18.71
Megaminx3Stefán JónssonÍslandNR 1:31.58NR 1:22.48
Pyraminx1Clément CherblancFrakkland5.664.52
Pyraminx2Sébastien AurouxÞýskaland6.836.04
Pyraminx3Niko RonkainenFinnland6.874.83
Pyraminx4Nathaniel BergSvíþjóð6.915.01
Clock1Nathaniel BergSvíþjóð6.965.83
Clock2Niko RonkainenFinnland7.136.49
Clock3Sébastien AurouxÞýskaland8.266.87
Skewb1Niko RonkainenFinnland4.794.54
Skewb2Nathaniel BergSvíþjóð5.194.43
Skewb3Clément CherblancFrakkland6.024.95
Skewb4Oskar PeturssonÍsland6.475.00
Square-11Clément CherblancFrakkland13.2911.66
Square-12Oskar PeturssonÍsland20.0415.73
Square-13Hari AnirudhIndland27.3523.50
Square-14Stefán JónssonÍsland29.1618.61

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2