fbpx
Laugardagur, júlí 13, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífSystra akt slær í gegn - Frábær skemmtun

Systra akt slær í gegn – Frábær skemmtun

Ekki missa af glæsilegum söngleik Leikfélags Flensborgar

Leikfélag Flensborgar frumsýndi í kvöld söngleikinn SYSTRA AKT í nýjum búningi. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd þar sem söngkonan Deloris sér kærastann sinn, Vince, fremja morð og verður umhugað um sitt eigið líf. Fær hún vitnavernd í nunnuklaustrinu Saint Catherins sem er henni framandi enda verður hún að lifa eins og nunna. Hún fellur þó í kramið og nær mikilli aðdáun fyrir umbreytingu á kórnum sem öðlast frægð en það verður til þess að hlutirnir fara ekki eins og þeim var ætlað.

Krakkarnir í leikfélaginu leika og syngja eins og þaulreyndir leikarar og hrein unun er á köflum að hlýða á söng stúlknanna. Kolbrún María Einarsdóttir fer með hlutverk Deloris sem er stórt hlutverk í sýningunni. Hún er öryggið uppmálað, syngur gullfallega og fer mjög vel með hlutverk sitt eins og flestir í sýningunni. Stúlkurnar hreinlega blómstruðu í söngnum og m.a. söng Sóley Dís Heiðarsdóttir sem Mary Robert hreint gullfallega í lokin. Saman náðu þær að mynda hinn besta gospelkór sem bæði dansaði og söng af miklum krafti. Ásbjörn Ingi  Ingvarsson sem Joey og Nicolas Leó Sigurþórsson sem Willy eru skósveinar Vince og eru senuþjófarnir í sýningunni sem bráðfyndnir kjánar.

Salurinn var greinilega vel með á nótunum á frumsýningunni og voru leikhúsgestir greinilega mjög ánægðir.

Engin ætti að missa af þessum söngleik sem nýtur sín vel í Bæjabíói en sýningar verða:

  • Þriðjudaginn 19. mars kl. 20
  • Sunnudaginn 24. mars kl. 20
  • Þriðjudaginn 26. mars kl. 20
  • Miðvikudaginn 27. mars kl. 20

Verkið er leikstýrt af Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, tónlistarstjórnandi er Ásgrímur Geir Logason og Aníta Rós Þorsteinsdóttir er danshöfundur. Geta þau verið mjög stolt af sýningunni.

Fjölmennur hópur kemur að sýningunni enda að mörgu að huga þegar söngleikur er settur upp.

Hægt er að kaupa miða hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2