Stærsti gluggabangsinn?

Fjölmargir hafa tekið þátt í áskorun um að taka þátt í leik sem gengur út á að setja bangsa út í glugga.

Þá geta börn sem eru á ferð með foreldrum sínum eða öðrum leitað uppi sem flesta bangsa í sínu hverfi og talið þá.

Oftast eru þetta hefðbundnir litlir bangsar sem settir eru á gluggakistuna.

En í Klukkuberginu er enginn venjulegur bangsi, heldur risastór bangsi sem situr makindalega út við gólfsíðan glugga í húsi einu og vekur athygli þeirra sem þarna fara hjá.