Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Ármann Helgason stjórnar Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Á vordögum hóf ný hljómsveit göngu sína við tónlistarskólann. Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undir stjórn Ármanns Helgasonar og með aðstoð Laufeyjar Pétursdóttur og Hlínar Erlendsdóttur lék í fyrsta sinn á vortónleikum Miðdeildar miðvikudaginn 25. maí. Í hljómsveitinni eru 35 nemendur sem leika á mismunandi hljóðfæri. Þau eru einnig komin mislangt á hljóðfærin sín en vegna þess hvernig lögin er útsett geta allir verið með. Hljómsveitin mun leika við skólaslit skólans föstudaginn 3. júní kl. 17 í Víðistaðakirkju.

Í dag kemur 30 manna hópur tónlistarnemenda og fararstjóra frá Cuxhaven. Þeir munu dvelja í tónlistarskólanum og æfa auk þess að fara í skoðunarferðir um næsta nágrenni. Hóparnir munu spila saman og í sitt hvoru lagi á tónleikunum Cuxhaven – Hafnarfjörður á afmælisdegi Hafnarfjarðar miðvikudaginn 1. júní kl. 18 í Hásölum Strandgötu.
Miklar vonir er bundnar við þennan nýja sprota í starfi tónlistarskólans.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here