fbpx
Laugardagur, júlí 13, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífÍslensku tilnefningarnar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs eru hafnfirskar

Íslensku tilnefningarnar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs eru hafnfirskar

Tólf verk eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir listrænt gildi sitt. Tilnefnd eru verk norrænna tónskálda og þar kennir ýmissa grasa, s.s. raftónlist, alþýðutónlist og klassísk tónlist og konseptverk á borð við nonett fyrir flautur og kínetísk ópera. Verðlaunin verða afhent í Helsingfors þann 1. nóvember

Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir tilnefndar

Frá Íslandi eru tilnefnd verkin Víddir eftir Báru Gísladóttur og Mother Melancholia eftir Sóleyju Stefánsdóttur en báðar eru þær hafnfirskar og námu við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Sóley Stefánsdóttir – Ljósmynd: Sunna Ben

Báðar hafa þær sterk tónlistarleg fjölskyldutengsl en Bára er dóttir Brynhildar Auðbjargardóttur, tónmenntakennara og kórstjóra og Sóley er dóttir Stefáns Ómars Jakobssonar, aðstoðarskólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Bára Gísladóttir – Ljósmynd: Gabrielle Motola

Rökstuðningur með tilnefningu Sóleyjar

Sóley hóf sín fyrstu spor á indísenunni á Íslandi en kom fram sem fullmótuð tónlistarkona með hljómplötu sinni Theatre Island árið 2010 þar sem hún skapaði andrúmsloft með tilvísunum í Erik Satie og klassískan mínimalisma. Fleiri hljómplötur fylgdu þar sem áherslurnar voru svipaðar og nutu alþjóðlegrar athygli sem gerði Sóleyju kleift að ferðast um heiminn og leika tónlist sína.

Mother Melancholia er hennar nýjasta afurð og þar slær við nýjan tón. Platan er afar frumleg og í raun ein löng hugleiðsla um ástand heimsins, sem skiptist á að vera fallegur og hryllilegur, eða eins og Sóley sjálf lýsir henni á vefsíðu sinni: „Platan byrjar um morgun og endar um kvöld. Tónlistin flæðir glæsilega í einkennandi kaflaskiptingum, þar sem tilraunakennd verk Sóleyjar blandast við melódíska og upplífgandi lagahluta. Þetta epíska og hugrakka ferðalag hefur fengið mikið lof bæði hérlendis og erlendis.

Rökstuðningur með tilnefningu Báru

Bára Gísladóttir er íslenskt tónskáld og kontrabassaleikari með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Verk hennar eru nýstárleg og djörf og segja persónulega og sérkennandi sögu sem, eins og hún nefnir sjálf, er byggð á hugmyndinni um hljóðið sem lífveru. Tónlist hennar hefur verið flutt af hljóðfærahópum og hljómsveitum á borð við Athelas Sinfonietta, Dönsku sinfóníuhljómsveitina, hljóðfærahópinn InterContemporain og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Bára er einnig virkur tónlistarflytjandi og flytjur sjálf tónlist, oft með samverkamanni sínum til langs tíma, Skúla Sverrissyni, og hún hefur gefið út nokkrar plötur þar sem hún leikur eigin tónlist.

VÍDDIR er heillandi og magnað kammerverk þar sem hljóðheimurinn og uppbygging tónlistarinnar eru mótuð á lífrænan hátt og skarta hugmyndum um áferð og víddir þar sem mismunandi efni renna saman í eitt.

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Grænland

Ísland

Noregi

Svíþjóð

Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda. Í ár renna verðlaunin til tónskálds.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2