Hafþór Óskar og Hákon komust áfram og leika á lokahátíð í Eldborgarsal Hörpu

Stóðu sig vel á Svæðistónleikum Nótunnar

Hafþór Óskar Kristjánsson 3. frá vinstri og Hákon Aðalsteinsson hægra megin við hann.

Hafþór Óskar Kristjánsson gítarleikari og söngvari og Hákon Aðalsteinsson píanóleikari, nemendur Tónlistarskóla hafnarfjarðar voru meðal þeirra nemenda sem dómnefnd valdi til að keppa á lokahátíð Nótunnar í Eldborgarsalnum í Hörpu 2. apríl.

Tvennir Svæðistónleikar Nótunnar voru haldnir um síðustu helgi í Salnum í Kópavogi
fyrir alla tónlistarskólana  í Kraganum. Af þeim 22 einstaklingum og hópum sem fram komu voru 7 atriði valin til að taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu sunnudaginn 2. apríl n.k.

Frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar léku þau Natalía Yun Hauksdóttir á sópranblokkflautu, Hafþór Óskar Kristjánsson á gítar, Hákon Aðalsteinsson lék á píanó og söng og Ísabella Mist Heiðarsdóttir og Áróra Friðriksdóttir sem léku saman á tvo flygla Allegro úr Concerto Romantique eftir C. Rollins.

Dómnefndin valdi þá Hafþór Óskar Kristjánsson gítarleikara og Hákon Aðalsteinsson píanóleikara í hópinn sem fær að halda áfram og taka þátt í lokahátíðinni í Eldborgarsalnum í Hörpu 2. apríl. Stóðu allir hafnfirsku nemendurnir sig mjög vel og voru forsvarsmenn Tónlistarskólans afar stoltir.

Á myndinni má sjá þá félaga Hafþór og Hákon með öðrum sigurvegurum dagsins.

Nánar um Nótuna hér og hér

Ummæli

Ummæli