fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimFréttirMagnaður söngur í söngkeppni félagsmiðstöðvanna

Magnaður söngur í söngkeppni félagsmiðstöðvanna

Söngkeppni félagsmiðstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði var haldin 20. mars sl. í Bæjarbíói en keppnin er árviss atburður þar sem söngvarar spreyta sig á því að syngja lag fyrir framan dómara og fullan sal af fólki.

Í ár var söngur keppenda einkar glæsilegur og það var álit blaðamanns að hver söngvari sem steig á svið væri mjög líklegur sigurvegari. Svona komu þeir fram hver á eftir öðrum, svo verkefni dómnefndar var mjög erfitt.

Lögin voru mismunandi en allir fluttu lögin af mikilli fagmennsku og fengu mjög góðar viðtökur viðstaddra.

Þau sem sungu voru:

Karen Hrönn Guðjónsdóttir, félagsmiðstöðinni Ásnum söng lagið Íslensk kona í útgáfu Guðrúnar Árnýjar.

Karen Hrönn Guðjónsdóttir

Hrafnhildur Björk Ragnarsdóttir, félagsmiðstöðinni Hrauninu söng lagið Born to be alive með Bee and her Business.

Hrafnhildur Björk Ragnarsdóttir

Sara Karabin, félagsmiðstöðinni Mosanum söng lagið Back to Black með Amy Winehouse.

Sara Karabin

Hjörleifur Daði Oddsson, söngvari og Birna Lára Sigurðardóttir, hljómborðsleikari,  félagsmiðstöðinni Hrauninu fluttu lagið When I was your man með Bruno Mars.

Hjörleifur Daði Oddsson og Birna Lára Sigurðardóttir

Áróra Sif Rúnarsdóttir og Dögun Oddsdóttir, félagsmiðstöðinni Núinu sungu lagið Halleluja í útgáfu Alexandra Burke.

Áróra Sif Rúnarsdóttir og Dögun Oddsdóttir

Elísabet Benný Kristófersdóttir, félagsmiðstöðinni Verinu söng lagið Djúp sár gróa hægt með Bríeti.

Elísabet Benný Kristófersdóttir

Ísól Eyja Brown, félagsmiðstöðinni Núinu söng lagið Stay með Rihanna.

Ísól Eyja Brown

Sólrún Eva Hannesdóttir, félagsmiðstöðinni Mosanum söng lagið Ho hey með The Lumineers.

Sólrún Eva Hannesdóttir

Sonja Laura Krask, félagsmiðstöðinni Mosanum söng lagið The Villan I Appear To Be með Connor Spiotto.

Sonja Laura Krasko

Hjörleifur Daði og Birna Lára og Sara Karabin sigruðu

F.v.: Sonja Laura Krasko sem varð í 3. sæti, Sara Karabin, sem varð í 1. sæti, Hjörleifur Daði Oddsson og Birna Lára Sigurðardóttir, sem urðu einnig í 1. sæti og Ísól Eyja Brown sem varð í 2. sæti.

Hjörleifur Daði Oddsson og Birna Lára Sigurðardóttir frá félagsmiðstöðinni Hrauninu, sungu lagið „When I was your man“ með Bruno Mars til sigur en það voru fleiri sigurvegarar.

Sara Karabin frá félagsmiðstöðinni Mosanum söng lagið „Back to Black“ með Amy Winehouse einnig til sigurs en þessi tvö atriði komast áfram í söngkeppni Samfés sem verður haldin í Laugardalshöll laugardaginn 4. maí.

Í 2. sæti varð Ísól Eyja Brown frá félagsmiðstöðinni Núinu en hún söng lagið Stay með Rihanna.

Í 3. sæti varð Sonja Laura Krasko frá félagsmiðstöðinni Mosanum en hún söng lagið „The Villan I Appear To Be“ með Connor Spiotto.

Glæsilegur hópur keppenda

Kynnar keppninnar voru þau Ísak Gunnarsson frá félagsmiðstöðinni Ásnum og Ellen María Arnarsdóttir frá Verinu.

Í dómnefnd voru: Sigurður Gunnarsson, tónlistarstjóri Rásar2, Kjalar Marteinsson Kollmar, söngvari og lagahöfundur og Silja Rós Ragnarsdóttir, söngkona og lagahöfundur.

Greinin var birt í 4. tbl. Fjarðarfrétta, 11. apríl 2024

Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2