Lokun á aðrein af Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut

Lokað næstu tvær vikur

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka aðrein af Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut í átt að kirkjugarðinum.

Gert er ráð fyrir að loka eftir morgunumferð á morgun, 30. október og að vinna við lagnir og malbikun standi yfir næstu tvær vikurnar.

Hjáleið verður um Selhellu og Ásbraut en einnig verður áfram opið um Suðurbraut.

Ummæli

Ummæli