fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLangar lokanir á Krýsuvíkurvegi vegna kvikmyndagerðar

Langar lokanir á Krýsuvíkurvegi vegna kvikmyndagerðar

Unnið er að gerð tveggja kvikmyndaverkefna við Kleifarvatn og Krýsuvík um þessar mundir.

Ein leikmynd er við Lambhagatanga við norðanvert vatnið, ein í fjörunni norðan við Indjánann og stærsta leikmyndin er í og við gamla fjósið í Krýsuvík.

Miklar takmarkanir eru á umferð um Krýsuvíkurveg og hefur verið lokað kl. 8 – 20 síðan á mánudag og er lokuninni aflétt í kvöld, miðvikudag. Aftur verður svo lokað á laugardag og stendur lokunin til mánudagskvölds.

Vegagerðin auglýsti lokunina á vef sínum fyrst snemma í morgun en upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segar að það hafi verið mistök að tilkynningin fór of seint í loftið.

Segir hann að öllum neyðarakstri sé hleypt í gegn ef þurfi og reyndar einstaka aðilum sem hafi hagsmuni á svæðinu.

Auglýsing á vef Vegagerðarinnar sem var fyrst birt 31. ágúst.

Aðspurður um forsendur fyrir slíka lokun segir upplýsingafulltrúinn: „Þetta er óvenjulega langar lokanir. Almennt leyfum við ekki lokun í svona langan tíma. Höfum verið að leyfa lokun í 10-15 mínútur í senn. Þarna lagði framkvæmdaðili mikla áherslu á lengri lokun vegna umfangs verkefnisins. Þetta var borið undir lögreglu á svæðinu og sem gaf leyfi fyrir sitt leyti.“

Umferð um Krýsuvíkurveg er mikil og hefur aukist mikið undanfarin ár, ekki síst í tengslum við eldgosið á Reykjanesskaga og aukinnar aðsóknar að hverasvæðinu í Seltúni og því kemur svona löng lokun á ávart.

Aðeins skilti á ensku

Auk þessarar litlu kynningar á vef Vegagerðarinnar er skilti á ensku við innsta hringtorgið á Krýsuvíkurvegi, við afleggjarann að Skarðshlíð. Engin merking er hins vegar ef farið er inn á Krýsuvíkurveginn ofar, frá Hvaleyrarvatnsvegi.

Jodie Foster meðal leikara

Skv. heimildum Fjarðarfrétta hefur sést til stórleikkonunnar Jodie Foster á svæðinu en hún leikur aðalhlutverkið í þáttaröðinni True Detective þar sem hún leikur rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers. Eiga þættirnir, sem framleiddir eru fyrir HBO að gerast í Ennis í Alaska en þar hverfa sex menn sem stjórna Tsalal Arctic rannsóknastöðinni sporlaust. Líklegt má telja að þarna sé verið að taka upp hluta þessara þátta þó reikna megi með að helstu tökurnar verði teknar á myrkum vetrarkvöldum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2