Þriðjudagur, október 28, 2025
HeimFréttirKrýsuvíkursamtökin fögnuðu 30 ára afmæli á laugardaginn

Krýsuvíkursamtökin fögnuðu 30 ára afmæli á laugardaginn

Margir hafa lagt hönd á plóg og hjálpa til

Þar sem unglingar með erfiðleika áttu að dvelja í heimavistarskóla er nú rekin blómleg starfsemi til að hjálpa fólki með mikinn vímuefnavanda. Að þessari starfsemi standa Krýsuvíkursamtökin sem fögnuðu 30 ára afmæli sínu á laugardaginn.

Þangað komu velunnarar samtakanna sem eru margir, einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki og var þeim tekið með virktum. Hnallþórur, kleinur og rjúkandi kaffi var í boði og fólk spjallaði um góða veðrið og næstu skref.

Mikið hefur áunnist á síðustu árum við að bæta aðstöðuna en húsið var orðið mjög illa farið. Enn á þó eftir að endurnýja þak hússins sem er orðið ónýtt og lekur. Er nú verið að safna fyrir nýju þaki um leið og áherslan á merðferðarúrræði gleymist ekki.

Meðferðin hefur verið í stöðugri þróun síðan haustið 1997 og er það eitt af aðaleinkennum hennar að taka endalausum breytingum dag frá degi. Þessi mikli sveigjanleiki í innra starfi gerir það að verkum, að  auðveldara er að mæta þörfum skjólstæðinga, mun meir en gengur og gerist í almennum meðferðum og veitir sértækum úrræðum meira rými til aðgerða.

Forstöðumaður heimilisins er Þorgeir Ólason en framkvæmdastjóri samtakanna er Lovísa Christinasen en hún fékk fálkaorðuna árið 2011 fyrir störf í þágu áfengis- og vímuefnaneytenda.

Sjá nánar hér: www.krysuvik.is

krysuvik_30-01krysuvik_30-08krysuvik_30-07krysuvik_30-06krysuvik_30-05krysuvik_30-03krysuvik_30-02

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2