fbpx
Föstudagur, desember 8, 2023
HeimFréttirKarlar í skúrum fengu aftur hæsta bæjarráðsstyrkinn

Karlar í skúrum fengu aftur hæsta bæjarráðsstyrkinn

Bæjarráð samþykkti styrki við síðari úthlutun bæjarráðs

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta fimm aðilum styrk við síðari úthlutun styrkja bæjarráðs Hafnarfjarðar í ár.

Alls voru veittar samtals 1.250 þúsund kr. að þessu sinni en ekki kemur fram í fundargerð bæjarráðs hversu margar umsóknirnar voru, né voru nánari skýringar á verkefnunum.

 • Karlar í skúrum 400.000 kr.
 • Hrekkjavaka á Suðurgötu 300.000 kr.
 • Elligleði 200.000 kr.
 • Pláneta 300.000 kr.
 • Samvera og súpa 50.000 kr.

Við fyrri úthlutun sem bæjarráð samþykkti 1. júní sl. voru einnig úthlutaðar 1.250 þúsund krónur en þá til sjö verkefna.

 • Karlar í skúrnum  400.000
 • GETA hjálparsamtök, stuðningur við flóttafólk í Hfj.  200.000
 • Open Mic Night Betri stofunnar  200.000
 • Kór Öldutúnsskóla til Feneyja  150.000 kr.
 • Listasmáskólinn 100.000
 • Ráðstefna á vegum Upplýsingar félags fagfólks á bókasöfnum  100.000
 • Samstaða með hinsegin fólki  100.000

Bæjarráð veitir félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Hefur bæjarráð festa upphæð til úthlutunar sem skilgreind er í fjárhagsáætlun hverju sinni.

Úthlutað er tvisvar á ári í samræmi við reglur um styrkveitingar bæjarráðs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2