Karlalið Hauka er fallið um deild

Haukar komust í undanúrslit í úrvalsdeildinni 2018

Haukar eru fallnir úr úrvalsdeild karla eftir tap gegn Hetti á Ásvöllum í kvöld 95-101.

Bæði liðin voru í fallhættu en Höttur heldur í veika von um að halda sig í deildinni.

Gestirnir byrjuðu betur en Haukar komust vel inn í leikinn og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-19. Eftir það var leikurinn í jafnvægi og Haukar héldu 5 stiga forskoti í leikhléi 55-50. Í þriðja leikhluta jókst spennan og Hattarmenn komust betur inn í leikinn og var jafnt fyrir loka leikhlutann 77-77. Í lokahleikhlutanum var spennan orðin rafmögnuð því tap þýddi fall og varð það hlutskipti Hauka sem töpuð á heimavelli 100-104.

Haukar komust upp úr 1. deildinni 2013 en þá sigraði liðið Hött í næst síðasta leik 98-70.

Kvennalið Hauka er hins vegar á miklu flugi og sigruðu Keflavík 67-63 í gær og eru nú í 2.-3. sæti ásamt Keflavík.

Ummæli

Ummæli