fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirJafnrétti sniðgengið í menningar- og ferðamálanefnd

Jafnrétti sniðgengið í menningar- og ferðamálanefnd

Jafnréttisstefna Hafnarfjarðar sniðgengin

Menningar- og ferðamálanefnd kom saman í dag eftir sumarfrí.

Þar kemur fram að á bæjarstjórnarfundi 23. júní sl. hafi verið kosið í nefndina til eins árs.

Það vekur athygli að af sex aðal- og varamönnum í nefndinni er aðeins einn karlmaður.

Nefndina skipa:

  • Formaður: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir (D)
  • Varaformaður: Þórey Anna Matthíasdóttir (B)
  • Aðalfulltrúi: Sigurbjörg Anna Guðnadóttir (S)

Varafulltrúi: Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir (D)
Varafulltrúi: Njóla Elísdóttir (B)
Varafulltrúi: Sverrir Jörstad Sverrisson (S)

Kynjaskiptin aðalmanna í menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar er einhliða, aðeins konur skipa nefndina sem aðalmenn.

Reyndar er þetta ekkert nýtt því mjög hefur hallað á karlmenn þegar kosið hefur verið í nefndina á undanförnum árum.

Í Jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar segir m.a.: Jafnréttis- og mannréttindastefnan er opinber stefna í jafnréttis- og mannréttindamálum og er ætlað að vinna gegn allri mismunun. Henni er ætlað að taka til ólíkra hlutverka sveitarfélagsins, þ.e. í fyrsta lagi sem stjórnvalds, í öðru lagi sem atvinnurekanda og í þriðja lagi sem veitanda þjónustu og samstarfsaðila.

Þá segir einnig:

Jafnrétti kynjanna

Markmið: Að treysta lýðræðislega stjórnun bæjarins með því að leitast við að þátttaka og áhrif kynjanna sé sem jöfnust og að jafnt tillit sé tekið til sjónarmiða og þarfa bæjarbúa óháð kyni.

Leiðir að markmiðum

Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum bæjarins skal hafa hlutföll kynja 2:3 í fimm manna nefndum og 1:2 í þriggja manna nefndum.

Greinilegt er að með þessari skipun í nefndina er brotið gegn samþykktri Jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. febrúar 2017.

 

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2