fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirIngvar Þór tekur aftur við kvennaliði Hauka

Ingvar Þór tekur aftur við kvennaliði Hauka

Ingvar Þór Guðjónsson tekur nú aftur við kvennaliði Hauka í körfubolta en hann hefur stýrt liðinu til Íslands- og deildarmeistaratitils.

Ingvar Þór tekur við starfinu af Ara Gunnarssyni sem var ráðinn tímabundið eftir að Ólöfu Helgu Pálsdóttur var sagt upp í lok febrúar.

Ingvar Þór stýrði Haukaliðinu um árabil og veturinn 2017-2018 urðu Haukar deildarmeistarar og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ingvar Þór var að lokinni úrslitakeppninni valinn þjálfari ársins í kvennaflokki.

RÚV greindi frá

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2