fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirIlla áttaður utan af landi

Illa áttaður utan af landi

Oft má lesa ýmislegt skondið í dagbók lögreglunnar og slíkt mátti einmitt í dag.

Þar er sagt frá ökumanni, sem lögreglan segir reyndar vera aðila, sem þótti sýna afbrigðilega hegðun við umferðaljós í hverfi sem lögreglan kallar 220 sem er svæði sem Pósturinn merkir stóran hluta bæjarins við flokkun og dreifingu bréfa.

“Lögregla gaf sig á tal við viðkomandi sem reyndist illa áttaður en hann kvaðst vera utan af landi og gerði sér enga grein fyrir því hvar hann væri staddur þegar lögregla ræddi við hann.

Lögregla bauð honum far að dvalarstað sem hann þáði.”

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2