ÍBV sló FH út í bikarkeppninni í fótbolta

FH semur við færeyskan landsliðsmann

Frá leik ÍBV og FH. Ljósmynd: Smári Guðnason.

Karlalið FH heimsótti Vestmannaeyjar í gærkvöldi í undanúrslitum bikarkeppni karla.

ÍBV er í 9. sæti í deildinni með 14 stig en FH trónir á toppnum með 25 stig. Það hjálpar hins vegar ekki alltaf í bikarkeppni og það sannaðist að þessu sinni því ÍBV sigraði 1-0 með marki Simon Smith og sló þannig topplið FH út úr bikarkeppninni.

Kristján Flóki Finnbogason FH fékk rautt spjald á 90. mínútu er hann fékk sitt annað gula spjald.

Færeyskur landsliðsmaður til liðs við FH

Laj Leo og Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH
Laj Leo og Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH

Færeyski sóknarmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu sem var að semja við FH lék ekki með FH en FH hefur gert samning við hann út tímabilið. Kaj er fæddur 1991 og er því 25 ára gamall.

Hann á að baki átta landsleiki fyrir Færeyjar og sex unglingalandsliðsleiki. Hann er alinn upp hjá Vikingur Gota í Færeyjum þar sem hann spilaði fjögur heil tímabil með aðalliði félagsins og skoraði 23 mörk í 102 leikjum fyrir félagið. Síðast lék hann með Dinamo Bucaresti, en þar áður spilaði hann með Levanger FK frá Noregi.

„Við FH-ingar erum mjög ánægðir að fá til okkar Kaj Leo í Bartalsstovu. Kaj er leikmaður sem mun gefa okkur nýja vídd í sóknarleikf,“ segir Heimir Guðjónsson þjálfari FH.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here