Hrafnhildur keppir kl. 16.57 í dag á OL

Er með 11. besta skráðan tíma í undanrásirnar. 16 komast áfram.

Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ljósmynd: Klaus Jürgen Ohk

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, keppir í dag kl. 16.57 á Ólympíuleikunum í 200 m bringusundi. Hún syndir á 6. braut í 3. riðli undanrásanna en 16 bestu komast áfram í milliriðla.

Íslandsmet Hrafnhildar 2,22.96 mín., sem hún setti í London í maí, er 11. besti skráði tíminn inn í sundið. Hún á 4. besta skráða tímann í sínum riðli og ættu möguleikar hennar að komast áfram að vera góðar.

Heimsmethafinn Rikke Møller Pedersen frá Danmörku keppir í 2. riðli en heimsmet hennar er 2,19.11 mín en hún er skráð inn á 2,21.58 mín. Bestu skráðu tímana í sundið eiga Viktoria Zeynep Gunes frá Tyrklandi, 2,19.64 mín og Rie Kaneto frá Japan, 2,19.65 mín. en hún syndir í riðli með Hrafnhildi. Viktoria keppti í 100 m sundinu með Hrafnhildi en komst ekki áfram í úrslit.

Hrafnhildur á næst besta tíma Norðurlandabúa í sundinu en auk Rikke keppir Jenna Laukkanen frá Finnlandi og Sopie Hansson frá Svíþjóð en þær eiga báðar töluvert lakari tíma en Hrafnhildur.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here