Haukar komnir í fjórða sætið

Þriggja leikja sigurganga Hauka.

Úr leik Hauka gegn Selfossi.

Björgvin Stefánsson skoraði bæði mörk Hauka í 2:0 sigri þeirra gegn Þór í 1. deild karla í knattspyrnu á Ásvöllum í kvöld.

Fyrra mark Björgvins kom á 77. mínútu eftir langa sendingu frá Baldvini Sturlusyni til Björgvins sem skoraði framhjá Aroni, markmanni Þórs. Þórsarar vildu fá dæmda rangstöðu en fengu hana ekki.

Seinna mark Björgvins kom á 88. mínútu er löng sending kom inn fyrir vörn Þórs, til Björgvins sem hélt boltanum hjá sér og skoraði í fjær hornið.

Fyrir leikinn höfðu Þórsarar verið taplausir í síðustu sex leikjum þeirra og höfðu unnið 5 af þeim leikjum. Haukar aftur á móti höfðu unnið seinustu tvo leiki.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here