Haukar tylltu sér á topp úrvalsdeildar með góðum sigri á Selfossi í kvöld. Haukarnir höfðu yfirhöndina í öllum leiknum en mundurinn var ekki mikill til að byrja með. Í hálfleik höfðu Haukar náð 5 marka forskoti og þó Selfyssingar hafi náð að minnka mundinn nirður í 4 mörk þá réðu þeir ekki við Haukana sem juku forskotið og leik leiknum með 10 marka sigri Hauka 35-25.
Adam Haukur Baumruk var markahæstur Hauk með 9 mörk en þeir Ivan Ivokovic og Heimir Óli Heimisson skoruðu 5 mörk hvor.
Markmenn Hauka vörðu 17 skot, Giedrius Morkunas varði 10 og Grétar Ari Guðjónsson varði 7 skot. Mikill munur var á markvörslu liðanna og varði Helgi Hlynsson aðeins 7 skot en Alexander Hrafnkelsson varði ekkert skot.
Markahæstu Selfyssinga var Elvar Örn Jónsson með 6 mörk en þeir Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson skoruðu 5 mörk hvor.