fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimFréttirFyrsta næturfrostið – norðurljós og blíðviðri

Fyrsta næturfrostið – norðurljós og blíðviðri

Ökumenn eru hvattir til að skafa ávallt vel af rúðum bíla sinna

Sumir þurftu að skafa ís af rúðum bíla sinna í morgun, í fyrsta sinn á þessu hausti hér í Hafnarfirði. Ekki er hægt að segja að þetta hafi komið á óvart því nóttin skartaði stjörnubjörtum himni og dansandi norðurljósum.

Rétt er að minna á að mikilvægt er að skafa vel af allri framrúðunni og reyndar öllum rúðum bílsins og varðar það sektum að gera það ekki. Á morgnana eru börn á leið í skóla og fólk á leið í vinnu og því mikið um gangandi fólk. Það getur því verið stórhættulegt að aka um með takmarkað útsýni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2