Fyrsta næturfrostið – norðurljós og blíðviðri

Ökumenn eru hvattir til að skafa ávallt vel af rúðum bíla sinna

Skafið af bílrúðu í Hafnarfirði í morgun

Sumir þurftu að skafa ís af rúðum bíla sinna í morgun, í fyrsta sinn á þessu hausti hér í Hafnarfirði. Ekki er hægt að segja að þetta hafi komið á óvart því nóttin skartaði stjörnubjörtum himni og dansandi norðurljósum.

Rétt er að minna á að mikilvægt er að skafa vel af allri framrúðunni og reyndar öllum rúðum bílsins og varðar það sektum að gera það ekki. Á morgnana eru börn á leið í skóla og fólk á leið í vinnu og því mikið um gangandi fólk. Það getur því verið stórhættulegt að aka um með takmarkað útsýni.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here