fbpx
Laugardagur, júlí 13, 2024
HeimFréttirAtvinnulífFrumherji opnar nýja skoðunarstöð á Einhellunni

Frumherji opnar nýja skoðunarstöð á Einhellunni

Frumherji opnaði 16. febrúar sl. nýja skoðunarstöð að Einhellu 1a hér í bæ.

Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs og Orri Hlöðversson, forstjóri Frumherja munduðu skærin og klipptu á borða í tilefni opnunarinnar á opnunarhátíð stöðvarinnar.

Fyrir er Frumherji með eina skoðunarstöð í Hafnarfirði að Dalshrauni 5 en alls verða skoðunarstöðvar fyrirtækisins verða sjö með nýju stöðinni.

Með nýju stöðinni getur Frumherji skoðað allar gerðir ökutækja hér í Hafnarfirði en á Dalshrauninu hefur aðeins verið hægt að skoða bifreiðar upp í 5,5 tonn að leyfðri heildarþyngd. Skoðunarstöðin er öll hin glæsilegasta og hvergi var sparað í tækjabúnaði og aðbúnaði starfsfólks.

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, sem á húsnæðið og Orri Hlöðversson, forstjóri Frumherja.

Orri Hlöðversson segir að með þessari opnun sé Frumherji að sýna ákveðið frumkvæði og mæta þeim framtíðarhorfum sem eru á svæðinu. Hann segir jafnframt að í gegnum árin hafi Frumherji verið leiðandi afl í bifreiðaskoðunum og ætlar sér að vera það áfram. „Þessi opnun er því liður í þeirri vegferð og við vonum sannarlega að íbúar Hafnafjarðar og atvinnulífið taki vel á móti okkur og komi til Frumherja í faglega og vandaða bifreiðaskoðun á sínum heimavelli.“

Stöðvarstjóri nýju stöðvarinnar er Pálmar Orri Baldvinsson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2