fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirForseti Íslands sló upphafshöggið á Íslandsmótinu í borðtennis í Hafnarfirði

Forseti Íslands sló upphafshöggið á Íslandsmótinu í borðtennis í Hafnarfirði

Íslandsmótið í borðtennis er haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina.

Íslandsmótið í borðtennis var formlega sett í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson setti mótið og gaf fyrstu uppgjöfina, við mikinn fögnuð áhorfenda. Hafði forestinn mestar áhyggjur af því að hitta á borðið en hann lék sér að þessu að sögn Ingimars Ingimarssonar formanns Borðtennissambands Íslands. Var forsetanum gefinn borðtennisbolur til minnis.

Keppni hófst í tvíliiðaleik kvenna og karla og var leikið fram að undanúrslitum. Leikið verður til úrslita á sunnudaginn.

Í tvíliðaleik karla mætast í undanúrslitum annars vegar Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Daði Freyr Guðmundsson/Davíð Teitsson, Víkingi. Í hinum undanúrslitunum leika Davíð Jónsson/Skúli Gunnarsson, KR og Ingi Darvis Rodriguez/Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi.

Í tvíliðaleik kvenna keppa Aldís Rún Lárusdóttir/Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR og Harriet Cardew/Sól Kristínardóttir Mixa, BH. Hinum megin leika Alexía Kristínardóttir Mixa/Sandra Dís Guðmundsdóttir, BH og Agnes Brynjarsdóttir/Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi.

Keppni hefst kl. 9 á morgun, laugardag, með keppni í tvenndarleik en síðan taka einliðaleiksflokkarnir við hver af öðrum.

Allir Íslandsmeistararnir frá 2019 taka þátt í mótinu og freista þess að verja titla sína. Undantekningin er Alexía Kristínardóttir Mixa úr BH, sem sigraði í 2. flokki kvenna í fyrra en er nú komin í 1. flokk.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér.

Úrslitaleikirnir verða á sunnudeginum og þeim streymt í HD með þulum og gestum á Youtube rás BTÍ

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2