fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirFlugeldasýning fyrir Hafnfirðinga í kvöld!

Flugeldasýning fyrir Hafnfirðinga í kvöld!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var fyrir stundu að fá heimild fyrir flugeldasýningu sem haldin verður í kvöld kl. 20.30.

Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, á grandanum við Hvaleyrartjörn.

Hvetur Björgunarsveitin fólk til að forðast hópamyndun en sjá má sýninguna víða að, af Hvaleyrarholti, Hvaleyrarbraut, Suðurhöfninni, Norðurbakka, Herjólfsgötu og víðar.

Sýningin er í boði Björgunarsveitarinnar sem selur flugelda til að standa straum af kostnaði við rekstur sveitarinnar.

Opið er á sölustöðum björgunarsveitarinnar kl. 10-22 og kl. 10-16 á gamlársdag og allan sólarhringinn í vefversluninni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2