fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirFjölskylduráð leggur 1,8 milljón kr. til fjögurra samtaka

Fjölskylduráð leggur 1,8 milljón kr. til fjögurra samtaka

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarkaupstaðar tók á fundi sínum í dag fyrir beiðni um stuðning nokkurra samtaka og ákvað að styrkja um samtals 1,8 milljónir kr. fyrir árið 2023.

  • Kvennaráðgjöfin fær 300.000 kr. styrk
  • Fjölskylduhjálp Íslands fær 500.000 kr. styrk
  • Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar fær 500.000 kr. styrk
  • Kvennaatkvarfið fær 500.000 kr. styrk

Í fundargerð fjölskylduráðs frá 2001 kemur fram að fjölskylduráð hafi á fjárhagsáætlun hvers árs 2 millj. króna til úthlutunar í styrki til félagasamtaka. Finna má í fundargerðum upplýsingar um styrkbeiðni frá Kvennaráðgjöfinni, Kvennaathvarfinu og Fjölskylduhjálp Íslands en beiðni sem Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sendi til Hafnarfjarðarbæjar 10. október var tekin á dagskrá fundar fjölskylduráðs í upphafi fundar.

F.v. formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar undraðist í Facebook færslu lítinn og seinan stuðning bæjarins við starf nefndarinnar en aldrei hafa beiðnir um aðstoð verið fleiri en núna. Í samtali við Fjarðarfréttir sagði hún að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa og stjórnmálamenn hafi haft samband við sig og bent á að beiðni þeirra frá 10. október yrði tekin fyrir á fundi bæjarráðs á fimmtudag, 14. desember.

Fjölmörg félög, fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt starf Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar að sögn formanns nefndarinnar sem nefndin væri afskaplega þakklát fyrir.

Samstarfssamningur við Kaffistofu Samhjálpar

Þá var lagður fram samstarfssamningur við Samhjálp kaffistofu til kynningar en engin afstaða var tekin til samningsins.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2