fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimFréttirFjölmennt og mikil gleði á árlegu grunnskólaballi - Myndasafn

Fjölmennt og mikil gleði á árlegu grunnskólaballi – Myndasafn

Nemendur efstu bekkja grunnskóla Hafnarfjarðar fjölmenntu í íþróttahúsið við Strandgötu í gærkvöldi, miðvikudagskvöld. Strætisvagnar ferjuðu prúðbúna nemendurna á staðinn og biðu svo eftir þeim þegar ballið var búið kl. 10.

Eins og flest böll yngra fólks nú til dags eru þau meira eins og tónleikar og dansinn brýst fram í hoppi með hendur á lofti og jafnvel ljós á símanum. En gleðin er eflaust ekki minni en áður og ekki þarf að taka fram á áfengi sást ekki á nokkurri sál.

Á risastóru sviðinu komu eftirtaldir fram: Dj Younder, The kids TM, Séra Bjössi, Dj Dóra Júlía, Aron Can og Herra hnetusmjör.

Ekki var að sjá annað en allir hafi skemmt sér vel en ljósmyndari Fjarðarfrétta kíkti við.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2