Fjármagnstekjur Hafnfirðinga 6,1% af heildartekjum – það lægsta á höfuðborgarsvæðinu

Heildartekjur Hafnfirðinga hafa aukist úr 83,3 milljörðum kr. árið 2008 í 153,3 milljarða kr. árið 2019 skv. upplýsingum sem lesa má út úr tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. er þetta 84% aukning á 11 árum. Á þetta við um tekjur einstaklinga.

Lægsta hlutfall fjármagnstekna á höfuðborgarsvæðinu

Árið 2008 voru fjármagnstekjur 17,5% af heildartekjum einstaklinga en hafa síðan farið lækkandi og voru aðeins 6,1% árið 2019.

Þegar tölur frá nágrannasveitarfélögunum eru bornar saman kemur í ljós að hlutfall fjármagnstekna er hæst í Garðabæ, 14% ári 2019 en var 33,6% 2008. Næst lægst er hlutfallið í Mosfellsbæ 2019, 6,4% en var 14,6% ári 2008.

Aðrar tekjur hafa hins vegar hækkað úr 10,9% í 18,5% á sama tímabili en þar teljast með t.d. bótagreiðslur, lífeyrissjóðsgreiðslur, styrkir og fl.

Atvinnuleysisbætur úr 269 milljónum í yfir 4 milljarða kr.

Hafnfirðingar þáðu atvinnuleysisbætur árið 2008 að upphæð 269 milljónum kr. en árið 2019 voru þær orðnar 1.652 milljónum kr. Á fyrstu 10 mánuðum þessa árs voru þær svo orðnar 4.145 milljónir kr.!

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here