Fjarðarfréttir koma einnig út sem fréttablað

Fjarðarfréttir á sér sögu allt til 1969

Slitnað hefur upp úr samstarfi Keilis ehf. útgáfufélagi Fjarðarpóstsins og Hönnunarhússins ehf. sem séð hefur um ritstjórn, auglýsingasölu og umbrot Fjarðarpóstsins frá því í nóvember 2001. Hafa miklar skuldir hrannast upp og á Hönnunarhúsið háar upphæðir ógreiddar hjá Keili.

Nýtt hafnfirskt fréttablað

Fjarðarfréttir kom út sem vefmiðill 1. júlí sl. og hefur fengið góðar viðtökur en rólegt verður yfir vefnum yfir hásumarið. Að loknu sumarfríi munu Fjarðarfréttir koma út sem fréttablað og dreift frítt í Hafnarfirði. Áætlað er að fyrsta blaðið komi út 18. ágúst nk. Ritstjóri verður Guðni Gíslason.

Fréttir og auglýsingapantanir má gera með pósti á fjardarfrettir@fjardarfrettir.is og hafa má samband í síma 896 4613.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here