FH varð bikarmeistari í frjálsum íþróttum í dag

FH rauf sex ára sigurgöngu ÍR

Arna Stefanía Guðmundsdóttir nældi sér í brons nú á dögunum á Evrópumóti 23 ára og yngri. Ljósmynd: Magnús Haraldsson

Lið FH sigraði með alls 149 stigum í 50. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands sem fram fór í blíðskaparveðri á Laugardalsvelli í dag. Lið ÍR, sem höfðu orðið bikarmeistarar sex sinnum í röð urðu að sætta sig við annað sætið með 136 stig og ungt og efnilegt lið HSK varð í þriðja sæti með 91 stig.

Kolbeinn Höður Gunnarsson í 100 m hlaupi. Ljósmynd: Magnús Haraldsson.
Kolbeinn Höður Gunnarsson í 100 m hlaupi. Ljósmynd: Magnús Haraldsson.

Í keppni kvenna röðuðu fyrstu lið sér í sömu röð, FH með 75 stig, ÍR með 63 stig og HSK með 61 stig. Í keppni karla sigraði FH með 74 stig, lið ÍR með 73 stig og lið FH-B í þriðja með 48 stig.

Tvö mótsmet voru sett á mótinu, Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH setti mótsmet í 400 m hlaupi þegar hún hljóp í mark á 54,04 sekúndum og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR hljóp 100 m á 11,85 sekúndum.

Bikarmeistarar FH í frjálsum íþróttum 2016. Ljósmynd: Magnús Haraldsson.
Bikarmeistarar FH í frjálsum íþróttum 2016. Ljósmynd: Magnús Haraldsson.
Úrslit í stigakeppninni
Stig Félag gull silfur brons
149,0 FH – A 9 6 2
136,0 ÍR 5 8 0
91,0 HSK 2 2 3
90,0 UFA og UMSE 1 0 4
84,0 FH – B 0 1 2
81,0 Fjölnir/Afturelding 1 0 3
80,0 Breiðablik 0 1 3
61,0 UMSS 0 0 0
24,0 Ármann 0 0 1
Úrslit í kvennakeppninni
Stig Félag gull silfur brons
75,0 FH – A 5 3 0
63,0 ÍR 2 3 0
61,0 HSK 1 2 3
50,0 Fjölnir/Afturelding 1 0 1
44,0 UFA og UMSE 0 0 3
42,0 Breiðablik 0 1 2
36,0 FH – B 0 0 0
23,0 UMSS 0 0 0
Úrslit í karlakeppninni
Stig Félag gull silfur brons
74,0 FH – A 4 3 2
73,0 ÍR 3 5 0
48,0 FH – B 0 1 2
46,0 UFA og UMSE 1 0 1
38,0 Breiðablik 0 0 1
38,0 UMSS 0 0 0
31,0 Fjölnir/Afturelding 0 0 2
30,0 HSK 1 0 0
24,0 Ármann 0 0 1

 

Sjá má úrslitin hér.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here