FH Íslandsmeistari í fótbolta í áttunda sinn

Íslandsmeistarar annað árið í röð

FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla í áttunda sinn á þrettán árum. FH liðið lék ekki í dag en eina liðið sem átti möguleika á að ná þeim að stigum, Breiðablik, gerði jafntefli í dag og á því ekki lengur möguleika á titlinum.

Því er ljóst að FH er Íslandsmeistari annað árið í röð og í áttunda sinn á þrettán árum. FH hefði getað tryggt sér titilinn á heimavelli um helgina en fyrrum þjálfari FH, Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals og lærisveinar hans gerðu jafntefli við FH.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here