Erla Sigurlaug sigraði í kvennaflokki í Bláalónsþrautinni

Erla Sigurlaug kemur af Djúpavatnsleið.

Fjölmargir Hafnfirðingar tóku þátt í Bláalónshjólaþrautinni 11. júní 2016 og var ljósmyndari Fjarðarfrétta á Suðurstrandarvegi þar sem þátttakendur komu af Djúpavatnsleiðinni.

Hafnfirðingurinn Erla Sigurlaug Sigurðardóttir sigraði í flokki kvenna á glæsilegum tíma; 1:58:12 klst. og var meðalhraði hennar um 30 km/klst. Mótvindur var á Bláfjallavegi og á Djúpavatnsleið. Hjólað var frá Ásvallalaug og keppnin hófst á Kaldárselsvegi, þaðan sem hjólað var meðfram Hvaleyrarvatni, Krýsuvíkurveg, Djúpavatnsleið, Suðurstrandavegur, í gegnum Grindavík og að Bláa lóninu.

Myndir frá keppninni má m.a. sjá á Facebooksíðu Fjarðarfrétta. Smellið hér.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here