fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirEinn handtekinn en sleppt aftur og afskipti höfð af öðrum

Einn handtekinn en sleppt aftur og afskipti höfð af öðrum

Karlmaður var handtekinn á föstudag og færður til yfirheyrslu í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum tilvikum í Hafnarfirði í síðasta mánuði þar sem maður veittist að börnum.

Að lokinni yfirheyrslu var maðurinn laus úr haldi, en málin eru enn óupplýst.

Í tilkynningur frá lögreglunni segir að lögreglan hafi aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna þessa og að því verði framhaldið. Rannsókn málanna er sögði í forgangi hjá embættinu og allt kapp sé lagt á að finna þann sem þarna var að verki.

Ýmsar ábendingar hafa borist lögreglu og er þeim öllum fylgt eftir.

Ein þeirra barst um síðustu helgi, en þarvar greint frá manni sem hafði veist að barni/börnum í verslunarmiðstöðinni Firði og var m.a. sagður hafa hrópað að þeim fúkyrði. Birt var mynd af manninum á samfélagsmiðlum.

Lögreglan hafði afskipti af þeim manni, en lögreglan telur hann ekki með neinum hætti tengjast áðurnefndum atvikum í bænum í maí.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2