Einar Birkir burtrækur úr bæjarstjórn eftir úrskurð Þjóðskrár

Ekki kjörgengur í Hafnarfirði

Einar Birkir Einarsson

Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi af lista Bjartrar framtíðar, sem síðar sagði skilið við flokkinn hefur verið gerður burtrækur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þar sem úrskurðað hefur verið að lögheimilisskráninga hans í Hafnarfirði sé ógild.

Einar Birkir Einarsson sem flutt hefur heimili sitt í Kópavog situr sem fastast í krafti þjóðskrárskráningar hjá systur sinni.

Einar Birkir hefur búið í Kópavogi um nokkurn tíma og hefur ekki viljað rökstyðja það hvernig hann telji það löglegt að búa í Kópavogi en skrá lögheimili sitt hjá systur sinni í Hafnarfirði.

Hann sendi forseta handritað bréf um kl. 16  þar sem hann upplýsir að Þjóðskrá hafi úrskurðað um lögheimilisskráningu hans og því muni hann ekki sitja þennan bæjarstjórnarfund.

Til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

Þjóðskrá Íslands hefur úrskurðað um lögheimili mitt og í kjölfar þess mun ég ekki sitja þennan bæjarstjórnarfund. Ég óska öllum þeim bæjarfulltrúum sem ég hef starfað með velfarnaðar og þakka samstarfið.

Er þetta nokkur tímamót því Einar hefur því ólöglega setið um langt skeið í bæjarstjórn og þverskallast við þeim ábendingum um ólögmæti setu hans í bæjarstjórn sem beint hefur verið að honum. Einar Birkir er í 14. sæti á listi Bæjarlistans en ekki lengur gjaldgengur þar.

Horfa má á fund bæjarstjórnar hér:

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here