Eignir á Dvergsreitnum ruku út

Átján af 24 eignum seldar

Mynd af húsunum á Dvergsreitnum
Húsin á Dvergreitnum

Mikil eftirspurn var eftir eignum 24 á Dvergsreitnum en þar eru íbúðir frá 79 m² 160 m² auk 5 verslunar- og þjónusturýma.

Fóru eignirnar í sölu sl. fimmtudag og í dag viku síðar voru 18 eignir seldar og aðeins 5 íbúðir og eitt atvinnurými óselt að sögn Arons Freys Eiríkssonar, fasteignasala á Ás, en Ás hefur selt allar eignirnar.

Segir hann að þó búist hafi verið við góðum viðbrögðum þá hafi ekki verið búist við svona góðum og því ríki mikil ánægja með stöðuna.

Þær eignir sem eru eftir er 133 m² verslunar-/þjónusturými með tveimur bílastæðum í bílakjallara, 79,2 m², 2ja herb. íbúð, 80,1 m², 2ja herb. íbúð, 83,7 m², 2-3ja herb. íbúð, 90,8 m², 3ja herb. íbúð og 128,6 m², 3ja herb. íbúð.

Ummæli

Ummæli