Eiginfjárstaða allra fjölskyldugerða batnaði árið 2015

Niðurstöður á eigna- og skuldastöðu einstaklinga samkvæmt skattframtölum

Skattframtöl einstaklinga fyrir árið 2015 sýna að eiginfjárstaða allra fjölskyldugerða batnaði árið 2015. Þetta á einkum við um einstæða foreldra en staða eiginfjár þeirra jókst um 50% árið 2015. Eiginfjárstaða einstaklinga jókst um 17,1%, hjóna án barna um 12,7% og hjóna með börn um 27,5%. Eiginfjárstaða milli ára hækkar mest í aldurshópunum 25-39 ára, úr 55 milljörðum króna í 111 milljarða króna árið 2015.

75% með jákvæða eiginfjárstöðu

Alls voru 153.084 fjölskyldur (76%) með jákvæða eiginfjárstöðu í lok árs 2015 sem er 6,9% aukning á milli ára. Fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu voru 45.529 (22%) og hefur fækkað um 11% frá fyrra ári.

skuldir-og-eignir-einstakl-isl

skuldir-og-eignir-einstakl-isl

Fjöldi fjölskyldna með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkar líkt og undanfarin ár. Árið 2015 voru 7.320 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign eða 57% færri en árið 2014 og að meðaltali nam neikvæð eiginfjárstaða í fasteign 4,9 milljónum króna.

Skuldir drógust saman

Eignir einstaklinga  jukust um 8,5% milli ára eða úr 4.416 milljörðum króna í 4.792 milljarða króna. Skuldir einstaklinga námu 1.843 milljörðum króna í árslok 2015 og drógust saman um 2,9% frá fyrra ári. Skuldir allra fjölskyldugerða drógust saman árið 2015. Skuldir hjóna með börn drógust saman um 3,5% og einstæðra foreldra um 2,5% og hjóna án barna um 3,8% og einstaklinga um 1,2%. Íbúðalán námu 1.215 milljörðum króna og drógust saman um 3,0% milli ára. Íbúðalán allra fjölskyldugerða lækkuðu og allra aldurshópa að undanskildum hópunum yngri en 24 ára og 25-29 ára þar sem íbúðalán jukust um 15,4% og 9,4% frá fyrra ári.

Íbúðalán fólks yngra en 24 ára og 25-29 ára jukust um 15,4% og 9,4% frá fyrra ári.

Rúmur fimmtungur fjölskyldna voru skuldlaus í árslok 2015. Af skuldsettum fjölskyldum skuldaði helmingur 5,1 milljón króna eða minna og 90% skuldsettra fjölskyldna skulduðu minna en 30,7 milljónir króna. Samanlagðar skuldir allra, að frátalinni hæstu skuldatíundinni, voru 1,1 milljarður króna eða 60,6% heildarskulda. Samanlagðar skuldir fjölskyldna sem eru í hæstu skuldatíundinni, námu 726 milljörðum króna og voru rúm 39% af heildarskuldum. Þessar fjölskyldur voru einkum hjón með börn (56%) og hjón með engin börn á framfærslu (24%).

Talnaefni um skuldir, eignir og eiginfjárstöðu einstaklinga árið 2015 er að finna hér.

Heimild: Hagstofa Íslands.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here