fbpx
Miðvikudagur, júní 12, 2024
HeimFréttirDúna tendraði ljósin á jólatrénu á Thorsplani

Dúna tendraði ljósin á jólatrénu á Thorsplani

Dúna, Sigrún Þorleifsdóttir flytur ávarp áður en hún tendraði ljósin á jólatrénu.
Dúna, Sigrún Þorleifsdóttir flytur ávarp áður en hún tendraði ljósin á jólatrénu.

Sigrún Þorleifsdóttir, Dúna í Burkna, tendraði ljósin á jólatrénu á Thorsplani 15 mínútur fyrir kl. 7 á föstudag en þá var jólaþorpið opið í tvo klukkutíma.

Bæjarbúar fylltu Thorsplanið, hlýddu á tónlist og ávörp áður en það hentaði einni sjónvarpsstöðinni að tendrað væri á jólatrénu. Jólatréð stóð glæsilegt á miðju torginu og börn og fullorðnir heilluðust af glitrandi ljósunum sem er eitt tákn þess að jólin eru framundan.

Jólasveinar tóku forskot á sælunu og glöddu börnin með komu sinni.

Í jólahúsunum er fjölmargt til sölu bæði matarkyns og hvers konar jólaskraut og varningur en opið er í jólaþorpinu kl. 12-17 um helgar til jóla.

Páll Rósinkrans söng fallega án undirleiks
Páll Rósinkrans söng fallega án undirleiks

Verslunarmiðstöðin bauð upp á flugeldasýningu á Strandstígnum og tæmdist jólþorpið er fólk fór að fylgjast með.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2