Dansandi list í Listdansskóla Hafnarfjarðar

Innritun stendur yfir

Flottir nemendur Listdansskóla Hafnarfjarðar

Listdansskóli Hafnafjarðar hefur verið starfandi í Hafnarfirði síðastliðin 23 ár við góðan orðstír. Skólinn hefur frá árinu 2013 verið til húsa í Bæjarhrauni 2. „Í ársbyrjun 2018 mun skólinn flytja í nýtt húsnæði sem verður tilkynnt síðar!“ segir Eva Rós Guðmundsdóttir skólastjóri.

Við skólann dansa um 420 nemendur á aldrinum 2 – 50 ára og boðið er upp á glæsilegar vor- og jólasýningar.

Í haust er boðið uppá fjölbreytt námskeið fyrir ýmsa aldurshópa, klassískan ballett, djass, nútímadans, silki, hip hop, barnadansa, sirkusnámskeið, söngleikjadans, þrek og teygjur, stimulastik og barnaglans.

Á laugardögum í vetur mun Hugarfrelsi halda námskeið í Listdansskólanum fyrir káta krakka á aldrinum 7 – 12 ára. Hvetur Eva Rós fólk til þess að kynna sér flottu starfsemina hjá www.hugarfrelsi.is.

Sýn skólans; dansgleði, sköpun og góð líkamsþjálfun er ávallt höfð að leiðarljósi í kennslunni.

Kennarar skólans eru allir menntaðir í dansi eða eru í námi í dansi eða kennslufræðum.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here