Lögreglan fékk í gær tvær tilkynningar um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsum í Hafnarfirði.
Sú fyrri kom kl. 17:09 en þá hafði verið brotist inn í 7 geymslur. Ekki var í morgun vitað hverju var stolið þar sem húsráðendur voru ekki heima.
Seinni tilkynningin kom kl. 19:53 en þá hafði verið brotist inn í 4 geymslur. Þar var m.a. stolið rafskútu vefmyndavél og fl.
Farið var inn með því að spenna upp og brjóta hurðir.