fbpx
Miðvikudagur, júní 12, 2024
HeimFréttirBirna Dís fékk Hvatningarverðlaun foreldraráðs Hafnarfjarðar

Birna Dís fékk Hvatningarverðlaun foreldraráðs Hafnarfjarðar

Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir og María Gunnarsdóttir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir leiklistarstarfið í Setbergskskóla

Foreldraráð Hafnarfjarðar er samstarfsvettvangur foreldrafélaga grunnskóla í Hafnarfirði.

Árlega veitir foreldraráðið hvatningarverðlaun til þeirra sem hafa í starfi sínu skarað fram ú

Í stjórn þess eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju foreldrafélagi hér í Hafnarfirði sem starfa við 11 skóla hér i bænum. Tilgangur félagsins er að vera málsvari foreldra grunnskólabarna í Hafnarfirði og vinna að sameiginlegum málefnum grunnskólanna.

Valdimar Víðisson

Á hátíðinni í ár, sem haldin var í Ástjarnarkirkjun, flutti Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs ávarp og Kristín Ólöf Grétarsdóttir foreldri fjallaði um símafrí í grunnskólum. Þá fluttu nemendur sem tóku þátt í söngkeppni Hafnarfjarðar söngatriði.

Hvatningarverðlaunin

Tilgangur hvatningaverðlauna Foreldraráðs er að vekja athygli á því góða starfi sem unnið er með börnunum í grunnskólum bæjarins og hjá félagasamtökum. Einnig starfsfólkinu sem leggur sig fram og lætur sig ekki aðeins varða menntun barnanna, heldur líka líðan þeirra og velferð. Þetta er ekki alltaf áberandi eða fer hátt, en skólinn er kjölfestan og svo stór hluti tilveru og daglegu lífi barnsins og fjölskyldunnar.

Foreldraráð Hafnarfjarðar auglýsti í lok apríl og í byrjun maí eftir tilnefningum þar sem spurt var: „Hefur einhver í þínu nærumhverfi:

 • Stuðlað að auknu foreldrasamstarfi
 • Unnið að bættum tengslum heimilis, skóla og samfélags
 • Staðið að frumkvöðlastarfi í grunnskóla
 • Lagt fram óeigingjarnt starf eða framlag í þágu grunnskólabarna
 • Látið sig varða velferð barna og unglinga

Bárust 55 tilnefningar fyrir 30 aðila eða verkefni.

„Það skiptir máli að það sé tekið eftir störfum og það er mikil viðurkenning að vera tilnefndur – að einhver man og hefur fyrir að setja eitthvað á blað. Stundum er rökstuðningurinn sem fylgdi tilnefningunum ekki langur eða ítarlegur og jafnvel kemur fyrir að það fylgir engin rökstuðningur bara nafn. Við höfum litið svo á að taka allar tilnefningar gildar, þó að það sé bara skrifað nafnið því það eru skilaboð að einhver vill sýna þakklæti fyrir gott starf,” sagði Stefán Már í ávarpi sínu.

„Það sem mér finnst vænst um hvað varðar þessa hátíð er að tilnefningarnar sýna svo vel að það eru svo margri sem hafa hugsjón fyrir starfi með börnum og unglingum. Fyrir velferð, líðan, menntun og framtíð barna og unglinga. Margir sem leggja mikið á sig og meira en krafist er af þeim. Þetta allt skiptir mál og líka þetta að við erum öll saman á vegferð barnsins til fullorðinsáranna. Foreldrar, kennarar, skólastjórnendur og líka foreldrar annara barna. Við erum öll saman og það sem við segjum og gerum skiptir máli, því það er jarðvegurinn sem barnið mótast af. Kærar þakkir fyrir ykkar góða starf með börnunum okkar. Þið eruð öll sigurvegarar.“

Í dómnefnd, sem var skipuð þremur fulltrúum, voru: Þorvarður Hafsteinsson frá Heimili og skóla, Vigfús Hallgrímsson frá Hafnarfjarðarbæ og Vala Steinsdóttir frá foreldraráðinu.

Dómnefndin fór yfir rökstuðning innsendra tilnefninga og valdi fimm og vísaði áfram til ráðsins. Ákvað ráðið að veita tvenn verðlaun, annars vegar til einstaklings og hins vegar sérstaka viðurkenningu til samstarfsverkefnis.

Sérstaka viðurkenningu árið 2024 hljóta:

María Gunnarsdóttir og Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir

Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir og María Gunnarsdóttir hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir leiklistarstarfið í Setbergsskóla:

Í rökstuðningnum sem fylgdi segir:

„Þær Heiða og Mæja hafa sett upp leiksýningu í Setbergsskóla í vetur í þremur árgöngum. Í 4. bekk Dýrin í hálsaskógi, í 5. bekk Ávaxtakörfuna og núna Matthildi í 10. bekk. Þær vinna þrotlaus starf með nemendum og sjá um allt í samvinnu við nemendur og í 10. bekk með aðstoð foreldra. Þær hafa mætt á æfingar með nemendum utan skólatíma til þess að gera sýninguna sem allra besta og leggja allt sem þær eiga í leiklistar og tónlistarstarf skólans. Vinna þeirra og samstarf við nemendur hefur skilað sér í frábærum sýningum þar sem nemendur sem maður átti síst von á að myndu taka þátt eru að blómstra. Á hverju ári ná þær að skapa eitthvað ótrúlega gefandi og skemmtileg verkefni og ná nemendum, foreldrum, forráðamönnum, fjölskyldum og kennurum að sameinast með þetta verkefni. Allir taka þátt – enginn getur allt en allir geta gert eitthvað. Það er búið að vera svo dásamlegt að fylgjast með nemendum vaxa og dafna í þessu. Mörg þeirra hafa farið langt út fyrir þægindarammann en samt allt út frá þeirra frumkvæði. Þær stöllur setja allavega upp þrjú leikrit á hverju ári.“

Birna Dís fékk Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Birna Dís Bjarnadóttir tekur við verðlaununum

Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2024 hlaut Birna Dís Bjarnadóttir, umsjónarkennari í 4. bekk í Víðistaðaskóla.

Í rökstuðningi sem fylgdi tilnefningu Birnu segir:

„Birna Dís er umsjónarkennari í 4. bekk í Víðistaðaskóla. Nú hafa erlendum börnum fjölgað síðustu mánuði/ár og Birna Dís passar að öllum líði vel og verði ekki útundan. Hún sendir pósta og hringir í íþróttafélögin, fer á fund með frístund, heyrir í bænum og fleira vegna þessara barna til að passa uppá þau. Hún keypti litlar skógjafir fyrir foreldra til að gefa börnunum sínum í des svo barnið verði ekki útundan í þeirri umræðu í skólanum. Hún er í miklum samskiptum við foreldri og passar vel uppá samstarf heimili og skóla. Hún Birna Dís er gull af manni.“

Þau hlutu tilnefingu

Þau sem fengu tilnefningu

 • Anna Rut Pálmadóttir
 • Anna Sveinsdóttir
 • Arna Stefanía Guðmundsdóttir
 • Aron Rafn Eðvarðsson
 • Ásdís Jóhannsdóttir
 • Bekkjartenglar í 4. bekk Hraunvallaskóla
 • Birkir Már Viðarsson
 • Birna Bergs
 • Birna Dís Bjarnadóttir
 • Eineltisteymi Öldutúnsskóla
 • Foreldrafélag Víðistaðaskóla
 • Gísli Rúnar Guðmundsson
 • Guðbjörg Harpa Valdimarsdóttir
 • Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir og María Gunnarsdóttir
 • Helga Björg Jóhönnu Arnardóttir
 • Ingibjörg Einarsdóttir
 • Júlía Tan Kimsdóttir
 • Kennarar og starfsfólk 4. bekkjar Hraunvallaskóla
 • Kristín Fjóla Bergþórsdóttir
 • Kristín Högna Garðarsdóttir
 • Margrét Brandsdóttir
 • María Gunnarsdóttir
 • Markús Pétursson
 • Rannveig Antonía Guðmundsdóttir
 • Sigríður Alma Guðmundsdóttir
 • Sigurborg Geirdal
 • Skúli Pálsson
 • Sólrún Agla Bjargardóttir, Hjalti Freyr Magnússon og Agnes Skúladóttir
 • Stjórnendur Hraunvallaskóla
 • Umsjónarkennarar 9. bekkjar Skarðshlíðarskóla
 • Þóra Flygenring

Viðurkenningu til stjórnarfólks fyrir störf sín í stjórnum foreldrafélaga

„Við viljum því lyfta því góða starfi sem unnið er í foreldrafélögunum með því að veita viðurkenningar þeim sem hafa lagt til fórnfúst starf á þessum vettvangi,” sagði Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar.

Var þeim sem lengst hafa starfað veitt viðurkenning:

Þau sem hafa starfað í 5-9 ár í stjórnum eru:

 • Tinna Hrund Gunnarsdóttir, Setbergsskóla
 • Vala Steinsdóttir, Setbergsskóla
 • Benedikt Guðmundsson, Setbergsskóla
 • Bjarney Jóhannsdóttir, Skarðshlíðarskóla
 • Arna Rún Ómarsdóttir, NÚ
 • Ragnar Guðmundsson, Öldutúnskóla
 • Ásdís Guðmundsdóttir, Öldutúnsskóla
 • Sandra Lóa Gunnarsdóttir, Skarðshlíðarskóla
 • Guðvarður Björgvin Fannberg Ólafsson, Hvaleyrarskóla
 • Kristín Ólöf Grétarsdóttir, Áslandsskóla
 • Anna Sigríður Björnsdóttir, Áslandsskóla
 • Klara G Guðmundsdóttir, Áslandsskóla
 • Kristbjörg Kristbergsdóttir, Áslandsskóla
 • Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, Áslandsskóla

Þau sem hafa starfað í stjórnum 15 ár eða lengur:

 • Stefán Már Gunnlaugsson
Stefán Már Gunnlaugsson hefur verið í stjórn Foreldraraðs frá 2017, þar af formaður í sex ár. Yngsti sonur hans er að klára 10. bekk og er þetta því síðasta hátíðin sem hann stendur að.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2