fbpx
Laugardagur, júlí 13, 2024
HeimFréttirBanaslys er fólksbíll og snjóruðningstæki skullu saman

Banaslys er fólksbíll og snjóruðningstæki skullu saman

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í hörðum árekstri fólksbíls og snjóruðningstækis á Reykjanesbraut, á móts við álverið í Straumsvík, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Bílarnir voru að mætast þegar slysið varð.

Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 21.22 og var Reykjanesbraut lokuð fyrir umferð til kl. 23.57.

Hinn látni var ökumaður fólksbílsins en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2