Laugardagur, september 6, 2025
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífPetria er nýtt nafn á breyttri gæludýrabúð

Petria er nýtt nafn á breyttri gæludýrabúð

Petria er gæludýravöruverslun með heilsuvörur fyrir gæludýr og eigendur

Petria er nýtt nafn á gæludýrabúðinni á Strandgötunni.

Mun Anna J. Ólafsdóttir úr Litlu Gæludýrabúðinni reka búðina áfram með nýrri ásýnd og vöruframboði í samstarfi við Petria ehf. sem er í eigu Hafnfirðingsins Odds Jarls Haraldssonar og Ægis Bjarnasonar.

Petria selur meðal annars hunda- og kattafóður frá Naturea, nagbein úr íslensku þorskroði og íslenskum lambahornum frá íslenska vörumerkinu Loppa, umhirðuvörur frá Belly og fleiri heilsu- og hönnunarvörur fyrir gæludýr og eigendur.

„Við vonumst til þess að Hafnfirðingar taki vel á móti okkur og séu ánægðir að geta fengið persónulega ráðgjöf á hágæða fóðri fyrir gæludýrið sitt,“ segir Ægir í samtali við Fjarðarfréttir.

Vörumerkið Petria er dregið af latneska orðinu „patria” og enska orðinu „pet”. Patria þýðir heimaland og/eða himnaríki á latnesku „pet” þýðir gælu­dýr á ensku.

Verslunin að Strandgötu 32 er opin virka daga kl. 11-18 og kl. 10-15 á laugardögum.

Opnunarhátíð verður mánudaginn 8. september kl. 18-20 og eru allir velkomnir. Þar verður m.a. frí naglasnyrting á staðnum og Þórhildur frá Hundaakademíunni með fyrirlestur kl. 19.30.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2